Þýska rafs­kútu­leigan Wind er hætt starf­semi hér á landi eftir að það hóf þjónustu hér fyrir rúmu ári. Þetta kemur fram í svari fyrir­tækisins við fyrir­spurn notanda. Vísir greindi fyrst frá.

Gular rafs­kútur fyrir­tækisins mátti finna í miklu magni á götum Reykja­víkur en við­skipta­vinum hefur gengið illa undan­farið að út­vega sér rafs­kúturnar.

„Kæri við­skipta­vinur, takk fyrir að hafa sam­band við okkur og við biðjumst af­sökunar á öllum ó­þægindum sem þetta kann að hafa valdið. Við viljum láta þig vita að við höfum hætt starf­semi á Ís­landi og þar af leiðandi getur þú ekki leigt rafs­kútur okkur lengur. Eins og staðan er núna liggja engar upp­lýsingar fyrir um hvort við snúum aftur en við þökkum þér fyrir að velja WIND og að vera dyggur við­skipta­vinur,“ segir í svarinu. Wind hóf rekstur hér 5. septem­ber í fyrra og var strax frá upp­hafi með um 600 rafs­kútur til leigu.

Fyrir­tækið segir enn fremur að not­endur sem eiga inn­eign hjá fyrir­tækinu fái endur­greiðslu á næstu vikum en einnig sé hægt að hafa sam­band við það ef óskað er fljótari af­greiðslu.