Há­marks­hraði rafs­kúta á Ís­landi er 25 kíló­metrar á klukku­stund. Á Lauga­vegi fara rafs­kútur frá bæði Zolo og Hopp þó ekki hraðar en á fimm­tán kíló­metra hraða.

„Skúturnar komast alls staðar annars staðar á allt að 25 kíló­metra hraða en svo þegar komið er inn á þetta svo­kallaða hæg­svæði dregur skútan úr hraðanum og kemst ekki hraðar en á fimm­tán. Svo þegar þú ert komin út af svæðinu þá kemstu aftur hraðar,“ segir Adam Karl Helga­son, fram­kvæmda­stjóri Zolo.

Hæg­svæðið hjá Zolo er frá Banka­stræti upp Lauga­veginn að Snorra­braut en hjá Hopp er svæðið minna. „Hjá okkur er þetta stuttur kafli neðst á Lauga­veginum og Banka­strætið og að­eins þar í kring,“ segir Ey­þór Máni Steinars­son, fram­kvæmda­stjóri Hopp.

Adam Karl Helgason, framkvæmdastjóri ZOLO, segir að vel sé hægt að setja hraða­tak­markanir á skúturnar hvar sem þörf þyki á.
Mynd/Aðsend

Bæði Adam og Ey­þór segja á­stæðuna fyrir hæg­svæðunum mikla um­ferð gangandi veg­far­enda. „Þetta er gert til að draga úr líkum á því það verði slys, þarna er svo mikil traffík af gangandi fólki,“ segir Adam.

Ey­þór segir að í gegnum tíðina hafi Hopp verið með mót­stöðu gegn því að settar séu hraða­tak­markanir á leigurafs­kútur. „Það skapar á­kveðið ó­jafn­vægi ef okkar við­skipta­vinir þurfa að draga úr hraðanum en fólk sem er á sínu eigin hjóli eða bíl getur farið hraðar,“ segir hann.

„En núna er traffíkin bara orðin þannig, með um 3.000 skútum frá okkur á höfuð­borgar­svæðinu og þúsund frá Zolo og mikilli um­ferð gangandi, að ég held að það sé eðli­legt að draga úr hraðanum þarna,“ bætir hann við.

„Á Menningar­nótt stendur til dæmis til að stækka svæðið og minnka hraðann enn meira“

-Adam Karl Helgason, framkvæmdastjóri ZOLO

Adam segir að vel sé hægt að setja hraða­tak­markanir á skúturnar hvar sem þörf þyki á. Þeir Ey­þór eru þó sam­mála um að í Reykja­vík sé þess ekki þörf annars staðar en á Lauga­vegi. „Á Menningar­nótt stendur til dæmis til að stækka svæðið og minnka hraðann enn meira, alveg niður í tíu kíló­metra hraða á svæðinu frá Sæ­braut alveg að Hring­braut í sólar­hring,“ segir Adam, en Menningar­nótt fer fram í Reykja­vík þann 20. ágúst næst­komandi.

„Á Menningar­nótt eru yfir 100 þúsund manns í mið­bænum og þá er alveg eðli­legt að setja tak­mörk á hraðann. Það vinna allir að því saman að svona dagar gangi upp og haga sínum rekstri eftir því, við, strætó, lög­reglan og borgin, svo dæmi séu tekin,“ segir Adam.

Eyþór M. Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp, segir að í gegnum tíðina hafi Hopp verið með mót­stöðu gegn því að settar séu hraða­tak­markanir á leigurafs­kútur.
Fréttablaðið/Ernir