Verkefnastofa Borgarlínu hefur valið kost sem veldur því að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi munu þurfa að ganga lengri vegalengd en nú er milli næstu biðstöðvar almenningsvagna og skólans.

Samkvæmt tillögunni munu nemarnir þurfa að ganga yfir hálfan kílómetra milli biðstöðvar Borgarlínu og skólans. Verkefnastofan telur þó að sá galli sé ekki mikill enda sé nóg af rafskútum í boði.

„Aukið aðgengi örflæðis svo sem rafskúta mun hjálpa við að stytta þá leið fyrir stóran hóp.

Einnig verði komið til móts við aðra með tengingu við aðrar strætóleiðir,“ segir í niðurstöðu verkefnastofunnar.