Til­kynnt var um þjófnað á raf­magns­hlaupa­hjóli í póst­númeri 108 í Reykja­vík um 10 leitið í gær­kvöldi.

Eig­andi hjólsins, 10 ára barn, hafði farið inn í verslun og skilið hjólið eftir fyrir utan. Þegar barnið kom út aftur var hjólið horfið og komst barnið því ekki heim fyrr en móðir þess kom að sækja það.

Skömmu síðar var til­kynnt um mann í ná­grenninu með raf­magns­hlaupa­hjól og fleiri muni. Maðurinn var í annar­legu á­standi og viður­kenndi þjófnaðinn.

Þá sagðist hann ekki hafa tekið hjólið ef hann hefði vitað að það væri í eigu barns.

Eig­andi hjólsins kom í fylgd móður sinnar og stað­festi að um rétt hjól væri að ræða og tók það með sér heim.

Maðurinn verður kærður fyrir þjófnað.