Landsþing Viðreisnar var sett klukkan 9:00 í morgun. Landsþingið er nú með rafrænum hætti svo hægt verði að uppfylla öll skilyrði um sóttvarnir.

“Við erum lýðræðislegur flokkur og viljum að lýðræðið sér virkt. Við verðum því að vera lausnamiðuð á tímum sem þessum. Við vorum búin að undirbúa landsþing með hefðbundnum hætti sem ekki var svo hægt að framkvæma. Við erum svo heppin að hafa kraftmikið og lausnamiðað fólk í flokknum og því var öllum plönum breytt og ég vona að útkoman verði góð.” Segir Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar um þingsetninguna.

Fyrir þinginu liggur að samþykkja málefnaskrá og stjórnmálaályktun flokksins fyrir komandi kosningar. Hún var samin af grasrót flokksins og verður afgreidd í rafrænum fundarherbergjum af flokksmönnum.