Í dag fer fram fund­ur ráð­herr­a­nefnd­ar rík­is­stjórn­ar Ís­lands þar sem til­lög­ur Þór­ólfs Guðn­a­son­ar sótt­varn­a­lækn­is verð­a á dag­skrá. Fund­ur­inn verð­ur á raf­ræn­u form­i enda ráð­herr­ar stadd­ir vítt og breytt um land­ið í sum­ar­frí­i.

Að lokn­um nefnd­ar­fund­i mun rík­is­stjórn­in sjálf ræða til­lög­urn­ar á­fram og hvort far­ið verð­i eft­ir ráð­legg­ing­um Þór­ólfs að ein­hverj­u eða öllu leyt­i. Hann greind­i frá því í gær að hann væri með nýtt minn­is­blað um að­gerð­ir í sótt­varn­a­mál­um inn­an­lands í smíð­um en gaf ekk­ert um hugs­an­legt inn­i­hald minn­is­blaðs­ins.

Fjöld­i Co­vid-smit­a hef­ur auk­ist dag frá degi und­an­far­ið. Í gær greind­ust 78 smit inn­an­lands, mest­i fjöld­i sem greinst hef­ur það sem af er ári. Sótt­varn­a­lækn­ir hef­ur lýst því yfir að far­ald­ur­inn sé í veld­is­vext­i og nauð­syn­legt sé að stíg­a inn í til að freist­a þess að tak­mark­a frek­ar­i út­breiðsl­u veir­unn­ar.