Stefnt er að því að allir fólksbílar Mercedes-Benz verði rafvæddir árið 2030. Einnig er gert ráð fyrir að 40% alls efnis sem notað verður í framleiðslu rafbíla sé endurunnið. Annað stórt markmið Mercedes-Benz er að allur lífsferill nýja bílaflotans verði kolefnishlutlaus fyrir árið 2039. Bílaumboðið Askja býður alla velkomna á laugardag til að kynna sér glæsilegt úrval Mercedes-EQ og spennandi vegferð Mercedes-Benz í átt að rafmagnaðri og sjálfbærri framtíð.