Rétt fyrir klukkan fimm varð rafmagnslaust í Vík og nærsveitum. Það er unnið að því að reisa varaafl en það er ekki víst hvað það tekur langan tíma, sagði Margrét Eva Þórðardóttir, sérfræðingur í stjórnstöð hjá Landsneti, í samtali við RÚV.

Víða annars staðar á Suðurlandi hefur orðið rafmagnsbilun nú í morgun. Samkvæmt upplýsingum á vef RARIK eru rafmagnsbilanir í gangi í Hvalfirði og Svínadal, Biskupstungum, undir Eyjafjöllum, við Húsafell og á Rangárvöllum. Verið er að leita að bilununum og ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit ertu beðin(n) um að hafa samband við Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.

Fjarskiptasendir varð líka sambandslaus í Vík og Tetrasamband er á varaafli, en það er sjónvarpssendir ekki.

Vindur mælist í kringum 27 metra á sekúndu á veðurstöðvum nálægt Vík, en í hviðum hefur hann farið yfir 50 metra.