Frétt uppfærð: Rafmagn er komið aftur á.

Rafmagnslaust er í nokkrum hverfi í Reykjavík vegna háspennubilunar hjá Veitum, þar á meðal í hverfi 108 og 105. Íbúi í hverfi 108 segir einnig vatnslaust á einhverjum stöðum.

Dagdeild Landspítalans á Grensás virðist nú keyrð á varafli en líkt og má sjá á myndum virðist varastöð þeirra í gangi.

„Vegna bilunar er rafmagnslaust á hluta dreifisvæðis okkar. Unnið er að viðgerð. Vonast er til að rafmagn verði komið á innan stundar,“ segir í tilkynningu í símsvara Veitna.

Fréttablaðið/Benedikt Bóas