Raf­magns­laust varð í öllu sveitar­fé­lagi Ár­borgar í kvöld. Bilunin varði ekki lengi og var rafmagninu komið aftur á eftir tæpan hálftíma. Grind­víkingar voru þá án raf­magns í mest­allan dag en raf­magn er nú komið aftur á flestum stöðum í bænum.

Í til­kynningu sem barst frá Lands­neti í kvöld segir að slegið hafi út klukkan 22:20 vegna út­leysingar á Sel­foss­línu 1, sem liggur frá Ljósa­fossi til Sel­foss.

Í sam­tali við Frétta­blaðið sagði bæjar­stjóri Ár­borgar, Gísli H. Hall­dórs­son, að Sel­foss­lína 1 skaffi einnig Stokks­eyri og Eyrar­bakka raf­magni. Því hafi allt sveitar­fé­lagið verið raf­magns­laust.

Rafmagnið kom aftur á um klukkan 22:42 en Selfosslína 1 er enn úti. Verið er að vinna að því að laga hana.

Ekkert er tekið fram um hvort bilunin tengist þeirri sem varð á Grinda­vík í dag, en brunninn há­spennu­rofi var talinn valdur raf­magns­leysisins þar.

Uppfært klukkan 22:58: Rafmagn er aftur komið á í Árborg, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Fréttinni var breytt í samræmi við þetta.

Notendur á Selfossi eru án rafmagns frá klukkan 22:20 vegna útleysingar á Selfosslínu 1, sem liggur frá Ljósafossi til...

Posted by Landsnet on Friday, 5 March 2021