Raf­magns­laust er vegna há­spennu­bilunar við Bauga­tanga, Skerja­firði, Naut­hóls­vík, Mennta­vegi, Reykja­víkur­flug­völlur, Loft­leiðir og Hlíðar­enda.

Þetta kemur fram á vef Veitna.

Unnið er að við­gerð og vonast er til að raf­magn verði aftur komið á innan stundar. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Veitum er vonast til þess að raf­magn verði komið aftur á um 17:00.

Veitur benda öllum þeim sem búa á svæðinu á að slökkva á þeim raf­magns­tækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar raf­magn kemur á að nýju. „Það á sér­stak­lega við um elda­vélar, mínútugrill og fleiri hitunar­tæki. Eins ráð­leggjum við þér að slökkva á við­kvæmum tækjum á borð við sjón­vörp,“ segir á vef Veitna.