Rafmagnslaust er í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi vegna bilunar en þetta kemur fram á Facebook síðu HS Veitur hf.

Tekið er fram að verið sé að vinna að því að lagfæra þetta en ekki er vitað hvað þetta tekur langan tíma. Tekist hafði að gera við bilunina en rafmagnið datt hins vegar aftur út.

Verið er að leita að orsökum bilunarinnar að svo stöddu.