Bilun í raforkukerfi hefur valdið rafmagnsleysi í allri Argentínu og nágrannalandinu Úrúgvæ, samkvæmt tilkynningu frá raforkufyrirtækinu Edesur. Rafmangsleysið nær líka til hluta Brasilíu og Paragvæ. Þetta kemur fram á vef BBC.

Samkvæmt argentínskum fjölmiðlum varð bilunin skömmu eftir klukkan sjö að staðartíma, eða upp úr tíu að íslenskum tíma.

Bilunin varð til þess að allar lestir voru stöðvaðar og umferðarljós hættu að virka. Hún kemur á sama tíma og hluti Argentínumanna býr sig undir að fara á kjörstaði til að kjósa í sveitastjórnarkosningum.

Raforkufyrirtækið Edesur tilkynnti bilunina á Twitter-síðu sinni.

Argentínu hefur um 44 milljónir íbúa en í Úrúgvæ búa um 3,5 milljónir manna.