Raf­magn er farið af í öllu sveitar­fé­laginu Horna­firði vegna truflunar í flutnings­kerfi RA­RIK vegna ó­veðursins. Víð­tækar raf­magns­truflanir eru nú á Suður­landi og á tveimur stöðum á Vestur­landi. Lands­net er að ræsa vara­afl í Vest­manna­eyjum til öryggis og til að tryggja stöðugri rekstur. Hópur á vegum RA­RIK fór í morgun út til að leita bilana á Suður­landi en þurfti fljótt að hætta við leið­angurinn vegna hrika­legra veður­skil­yrða.


„Þetta eru aðal­lega bilanir í sveita­kerfinu þar sem við erum ekki með fast vara­afl til að keyra upp,“ segir Helga Jóhanns­dóttir, for­maður neyðar­stjórnar RA­RIK í sam­tali við Frétta­blaðið. Vara­afl er komið á í Vík í Mýr­dal þar sem raf­magn fór af í nótt og er fólk beðið um að spara raf­magnið þar.


Einnig er raf­magns­laust á nokkrum bæjum undir Eyja­fjöllum, í upp­sveitum Ár­nes­sýslu, þar með talið hluta Biskups­tungna og frá Reyk­holti að Laugar­vatni og Svína­vatni. Við Þing­valla­vatn frá Mið­felli að Mjóa­nesi er einnig raf­magns­laust, í Holtum, Land­sveit og uppi með Heklu­bæjum. Þá er raf­magn farið af í Land­eyjum, Álfta­veri og við hluta Skaft­ár­tungu.

Að sögn Helgu fór hópur á vegum RA­RIK út í veðrið á Suður­landi til að leita truflananna en hann þurfti strax að snúa við vegna hvass­viðrisins. „Að­stæður eru bara bein­línis hættu­legar og engan veginn hægt að vera úti þarna ein­mitt núna,“ segir hún. „En við erum hérna til­búin og um leið og það verður hundi út sigandi þá förum við beint í að reyna að stað­setja bilanirnar og laga þetta.“

Á Vestur­landi eru tvær truflanir. Hval­fjarðar­lína er úti og því er raf­magns­laust á norður­hluta Hval­fjarðar og í Svína­dal. Álma á Húsa­felli er einnig raf­magns­laus en þar eru brotnar slár.