Raf­magns­laust er í öllum Eyja­firði, Vaðla­heiði og á Akur­eyri um þessar mundir þar á meðal á Sjúkra­húsinu á Akur­eyri sem er núna keyrt á vara­afli. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Þá er einnig raf­magns­laust víða í mið­bæ Akur­eyrar. Bilun er í kerfi Lands­nets í tengi­virki á Rang­ár­völlum.

Sam­kvæmt til­kynningu frá Ra­rik klukkan 11 í dag er raf­magns­truflun í gangi á Norður­landi og verið er að vinna í að byggja upp kerfið.