Eins og stendur er raf­magns­laust víða á Mýrum á Vestur­landi. Bilana­vakt RA­RIK stað­festir þetta í sam­tali við Frétta­blaðið. Unnið er að við­gerð, en ó­víst er um hversu langan tíma það getur tekið.

Bilana­leit stendur yfir og búið er að kalla út vinnu­flokk, búið er að fara yfir einn kafla af þremur. Starfs­maður RA­RIK á bilana­vakt óttast að brotinn staur eða laus binding geti verið valdur raf­magns­leysisins.