Rétt fyrir klukkan eitt í dag sló út rafmagn frá Blönduósi og að Höfn í Hornafirði. Að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets er búið að koma rafmagni aftur á Norðurlandið en enn er unnið að því að koma á Austurlandi.

Steinunn Þórðardóttir upplýsingafulltrúi segir í samtali við Fréttablaðið að rafmagnsleysið megi rekja til þess að lína FL4 á milli Fljótsdalshéraðs og Alcoa leysti út og í kjölfarið hafi það leitt til röð atvika sem leiddi til rafmagnsleysis á stórum hluta landsins.

Spurð hversu lengi það mun taka að koma rafmagni aftur Austurlandið sagði hún það enn óljóst. Á Austurlandi og Austfjörðum er nú í gildi appelsínugul og rauð veðurviðvörun. Þá er í gildi hættustig almannavarna á Austurlandi og óvissustig á Norðurlandi vestra og eystra.

Allsstaðar á landinu eru viðbragðsðilar við störf en greint hefur verið frá því að á Akureyri hafi sjór gengið á land.