Það er ó­hætt að segja að það hafi verið mörg raf­magns­hlaupa­hjól á stjá í mið­bæ Reykja­víkur í dag. Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er um að ræða hlaupa­hjól á vegum skemmti­ferða­skipsins Star Breeze sem nú er við höfn í Reykja­vík.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur orðið sann­kölluð sprenging í sölu raf­magns­hlaupa­hjóla hér á landi og því ljóst að ferða­mennirnir eru ekki þeir einu sem eru á þeytingi um mið­bæinn á slíkum tækjum.

Þannig er meðal annars stefnt að því að gera út slík raf­magns­hlaupa­hjól til leigu í Reykja­vík en slíkt er orðin venjan í öðrum borgum Evrópu sem og í N-Ameríku. Þannig á­ætlar ís­lenska fyrir­tækið Hopp að bjóða út slík raf­magns­hlaupa­hjólvon bráðar í mið­bæ Reykja­víkur.

Fréttin hefur verið upp­færð.