MG ZS EV er með öflugum rafmótor og vatnskældri 44,5 kWst. rafhlöðu frá CATL sem hægt er að hraðhlaða frá 0-80% á aðeins 40 mínútum. Bíllinn er 8,2 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. og 3,1 sek úr 0-60 km/klst. Meðaldrægi rafhlöðunnar er 263 kílómetrar (WLTP) og hentar bíllinn jafnt til innanbæjaraksturs sem ferðalaga hvert á land sem er. Bíllinn tekur við 85 kW DC hraðhleðslu og 6,6 kW AC heimahleðslu.

Grunngerðin MG ZS EV Comfort kostar kr. 3.990.000 og MG ZS EV Luxury kr. 4.390.000. Báðar gerðir eru afar vel búnar öllum helsta þæginda- og öryggisbúnaði á borð við samhæft afþreyingarkerfi og tækni til verndar farþegum og gangandi og hjólandi vegfarendum enda hlaut bíllinn háa fyrstu einkunn í prófunum Euro NCAP. Þannig er MG ZS EV m.a. með akreinastýringu og akreinavara, hemlaaðstoð og sjálfvirka radarstýrða neyðarhemlun, stöðugleikastýringu, brekkuaðstoð og dekkjaþrýstingsskynja svo aðeins fátt eitt sé nefnt. MG ZS EV Luxury kemur að auki með 17“ álfelgum í stað 16“ álfelga, stórri Panoramic sóllúgu, bakkmyndavél, regnskynjara á rúðuþurrkum, rafdrifnum framsætum með hita og PU leðuráklæði auk sjálfvirkri aðfellingu hliðarspegla og tveimur aukahátölurum með Arkamys.

Hægt er að kynna sér ítarlega allan þæginda- og öryggisbúnað MG ZS EV Comfort og Luxury á heimasíðunni www.mgmotor.is hjá BL.

Í Luxury útgáfu er bíllinn vel búinn með stórum upplýsingaskjá, akreinastýringu, neyðarhemlun og bakkmyndavél.