Mercedes Benz er um þessar mundir að kynna sem fyrsta hreinræktaða rafmagnsbíl, jeppann EQC, fyrir blaðamönnum í Osló í Noregi, enda hvar annarsstaðar en í landi rafmagnsbílanna. Mercedes Benz segir að fjöldaframleiðsla sé hafin á bílnum, en hann er smíðaður í Bremen og mun Benz ná að smíða um 100 slíka bíla á dag, eða ríflega 20.000 bíla á ári, en mun væntanleg þurfa að auka við þá framleiðslu ef eftirspurn verður góð.

Bíllinn er algerlega hannaður nýr frá grunni og byggir ekki á smíði annarra jeppa Benz. Samkvæmt WLTP-staðli er drægni EQC 374-417 km, sem verður að teljast ansi gott. Mercedes Benz EQC er 408 hestöfl sem koma frá tveimur rafmótorum sem fá rafmagn frá 80 kWh rafhlöðum. Fyrir vikið er jeppinn ansi snöggur úr sporunum, eða 5,1 sekúndur í hundraðið. Nú þegar er hægt að panta eintak af Mercedes Benz EQC rafmagnjeppanum hjá Öskju og er verðið frá 9.390.000 kr.