Engu mátti muna að rafiðnaðarmenn felldu kjarasamninginn sem Samtök atvinnulífsins og iðnaðarmannafélögin undirrituðu á dögunum. 49% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni studdu samninginn en 47,6% voru honum andvígir. 3,3% tóku ekki afstöðu.

Kjörsókn hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands var 47,97%.

Hin fjögur félögin sem voru í samfloti við Rafiðnaðarsambandið samþykktu samninginn með góðum meirihluta. Hlutfall þeirra sem studdu samninginn var 94,1% hjá Grafíu, 90,2% hjá Félagi hársnyrtinema, 78,8% hjá Matvís og 70,76% hjá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna.