Í­búar Forn­haga 11 til 17 vígðu á föstu­dag nýja hleðslu­stöð fyrir raf­magns­bíla við fjöl­býlis­húsið.

„Við höfum verið að vinna að ýmsu varðandi vist­vænni lifnaðar­hætti og þetta er liður í því,“ segir Sól­rún Harðar­dóttir, sem sæti á í um­hverfis­nefnd hús­fé­lagsins.

Að­spurð segir Sól­rún að enginn í húsinu eigi enn sem komið er raf­magns­bíl, en þar eru 31 íbúð. „En ég veit að það mun ekki líða á löngu þar til fyrsti bíllinn kemur, því það er ein fjöl­skylda sem ætlar að kaupa bíl á næstunni,“ segir hún.

Hleðslu­stöðin kostaði alls um 3,4 milljónir en Reykja­víkur­borg og Orku­veitan veittu hús­fé­laginu eina og hálfa milljón króna í styrk til að koma henni upp.