BMW hefur þó ekki gefið uppi hvenær ný 7-lína mun koma á markað en líklega hefst framleiðsla ekki fyrr en 2022. Á meðan hefur Audi kosið að fara aðra leið með flaggskip sitt, A8 og bjóða hann aðeins sem tengiltvinnbíl. Í staðinn er markið sett á að auka drægi rafhlöðu tengiltvinnútgáfunnar. Lögð verður áhersla á rafdrifna lúxusjeppa í staðinn þar sem að salan er meiri í þeim flokki. Sala á 7-línu BMW hefur fallið um 10% á síðasta ári og er aðeins 2,3% af heildarbílasölu BMW. Sala á Audi A8 hefur hins vegar aukist um 11% á sama tíma.