BST gerði það með stæl og hér má sjá útkomuna, HyperTek hjólið sem verður handsmíðað og framleitt í takmörkuðu magni. Rafmótorinn er frá DHX Hawk og skilar 105 hestöflum og 120 Newtonmetra togi. Hann hangir í koltrefjagrind ásamt rafhlöðunni sem er undir mótornum. Rafhlaðan er 4,75 kWh og býður uppá 300 km drægni. Hjólið er aðeins rúm 200 kg sem þykur gott fyrir rafhjól enda eru koltrejar notaðar víða í hjólinu, eins og framdempurum, felgum og fleiru. Það er ekkert mælaborð í hjólinu heldur er upplýsingum streymt uppí hjólm ökumannsins, sem einnig er með myndavél afturávið. Takið eftir kúplingunni á myndinni en hún er til þess að hægt sé að stjórna betur hjólinu með snúningi, þegar á að prjóna á því eða spóla. Framleiðsla mun hefjast innan 18 mánaða og eintakið kosta um 10 milljónir króna.