Raf­bílum fjölgaði ört í Evrópu á síðasta ári, að því er fram kemur í saman­tekt á vef Fé­lags ís­lenskra bif­reiða­eig­enda. Þar segir að í­vilnanir stjórn­valda og sí­vaxandi tegunda­úr­val hafi orðið til þess að margir bíl­eig­endur hafa skipt út bruna­vélinni.

Noregur hefur tekið for­ystu í raf­bíla­væðingu álfunnar, en þar í landi eru raf­bílar með 16 prósenta hlut­deild í bíla­flotanum.

„Það kemur ekki á ó­vart því norsk stjórn­völd hafa beitt sér fyrir her­ferð í þágu raf­bíla og vega þar þyngst fjár­hags­legar í­vilnanir,“ segir á vefnum. Í Osló er hlut­deild raf­bíla nú 33,2 prósent en mun minni á lands­byggðinni, eða um rúm 4 prósent.

Ís­land er í öðru sæti með 4,6 prósenta hlut­deild raf­bíla á vegum og Holland því næst með 2,8 prósent.