Áætlað er að framleiðsla bílsins hefjist áður en árið er úti en hann mun koma í þremur útfærslum, Urban, Dolce og Competizione. Verða þrjár stærðir af rafhlöðum í boði frá 6-14 kWst og rafmótor frá 17-25 hestöfl. Þótt það hljómi ekki mikið er bíllinn fisléttur og því aðeins fimm sekúndur í 50 km hraða. Hámarkshraðinn er þó bundinn við 90 km á klukkustund. Með stærstu rafhlöðunni kemst bíllinn 230 km á hleðslunni en hann getur borið tvo farþega og 230 lítra af farangri. Bíllinn verður undir tveimur milljónum króna en 7.500 bílar verða framleiddir á ári. Það getur því tekið tíma að framleiða upp í þær 24.000 pantanir sem komnar eru í bílinn.