Tesla Model 3 er eini rafbíllinn á topp tíu listanum í septembermánuði í Evrópu, en auk þess er hann langmest seldi rafbíll Evrópu og seljast þrír slíkir á móti einum af næsta bíl í röðinni sem er systurbíllinn Tesla Model Y. Þegar árið í ár er borið saman við 2020 hefur sala Tesla í Evrópu aukist um 77% á milli ára.

Topp tíu listinn í september 2021
1. Tesla Model 3: 24.591
2. Renault Clio: 18.264
3. Dacia Sandero: 17.988
4. Volkswagen Golf: 17.507
5. Fiat 500: 16.349
6. Opel Corsa: 15.502
7. Peugeot 2008: 14.931
8. Hyundai Tucson: 14.088
9. Peugeot 208: 13.895
10. Renault Captur: 13.715