Að sögn Christina Bu, formanns rafbílafélagsins í Noregi, eru meðlimir þess komnir yfir 120.000 talsins. „Það er land með kulda og langar vegalengdir sem nær þessum árangri og því ætti þetta að vera mögulegt fyrir hvaða land sem er,“ segir Christina í samtali við motor.no. Á Íslandi var sala rafbíla í febrúar rétt tæp 40% af heildarsölu fólksbíla.