Að sögn Christina Bu, formanns rafbílafélagsins í Noregi, eru meðlimir þess komnir yfir 120.000 talsins. „Það er land með kulda og langar vegalengdir sem nær þessum árangri og því ætti þetta að vera mögulegt fyrir hvaða land sem er,“ segir Christina í samtali við motor.no. Á Íslandi var sala rafbíla í febrúar rétt tæp 40% af heildarsölu fólksbíla.
Í Noregi hefur fjölgun rafbíla verið hraðari en annars staðar vegna ívilnana og meiri innviða. MYND/JON TERJE HELLGREN HANSEN
Samkvæmt motor.no er rafbílaeign í Noregi komin yfir 600.000 ökutæki og er hvergi meiri í heiminum. Þar í landi kaupa átta af hverjum tíu kaupendum nýrra bíla rafbíl frekar en bíl með brunahreyfli vegna hagstæðari gjalda á rafbílum.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir