Samkvæmt tryggingarfélaginu AXA valda rafbílar meiri skemmdum í árekstrum heldur en aðrir bílar. Er það að hluta til vegna meiri hröðunar þeirra en einnig er sú staðreynd að þeir eru mun þyngri, áhyggjuefni fyrir ökumenn minni bíla. Getur það valdið hættu á meiri meiðslum og f leiri banaslysum á gangandi vegfarendum að sögn tryggingarfélagsins.

AXA var gagnrýnt á dögunum fyrir að hafa viljandi kveikt í Tesla bifreið í árekstrarprófi til að leggja áherslu á brunahættu rafhlaða.

„Samkvæmt slysatölfræði AXA Switzerland valda ökumenn rafbíla 50% fleiri óhöppum en ökumenn bíla með brunahreyf lum,“ segir í yfirlýsingu frá AXA sem titluð er „Fleiri árekstrar og aukin áhætta vegna raf bíla“. Tryggingarfélagið lætur ekki tölfræðina eina um þetta álit og framkvæmdi árekstrarpróf á tveimur VW Golf bifreiðum. Önnur þeirra var bensínknúin og 1.250 kg en hin rafdrifin og 1.650 kg að þyngd. „Léttari bíllinn fær á sig meira högg og meira tjón er sjáanlegt á honum. Í árekstri skiptir þyngdarmunurinn því höfuðmáli.“ Farþegarými beggja bifreiðanna sluppu vel frá prófuninni og töldu rannsakendur að farþegar beggja bílanna hefðu sloppið við meiðsli. „Þegar kemur að eldri módelum gæti það hins vegar orðið að vandamáli,“ segir einnig í skýrslunni.