Lög­reglan á Suður­nesjum stöðvaði um­fangs­mikla kanna­bis­ræktun eftir að gerð var hús­leit að fenginni heimild. Ræktunin fór fram í þremur tjöldum á háa­lofti hús­næðis þar sem um hundrað plöntum á ýmsum ræktunar­stigum hafði verið komið fyrir.

Einnig fundust kanna­bis­efni í pappa­kassa á gólfinu og plöntur sem hengdar höfðu verið upp til þurrkunar í lofti rýmisins. Efnið sem hafði verið verkað til neyslu vó til saman tæp þrjú kíló.

Játaði sekt sína

Hús­ráðandi var hand­tekinn og fluttur á lög­reglu­stöð þar sem hann játaði brotið. Plöntur, efni, tól og tæki voru gerð upp­tæk af lög­reglunni og flutt til eyðingar.

Lög­reglan minnir á fíkni­efna­símann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á fram­færi upp­lýsingum um fíkni­efna­mál. „Fíkni­efna­síminn er sam­vinnu­verk­efni lög­reglu og toll­yfir­valda og er liður í bar­áttunni við fíkni­efna­vandann,“ segir í til­kynningu lög­reglu. Einnig er hægt að koma á­bendingum á fram­færi á Face­book-síðu lög­reglunnar á Suður­nesjum.