Regína Ás­valds­dóttir, sviðs­stjóri vel­ferðar­sviðs Reykja­víkur­borgar, hefur óskað eftir út­skýringu frá Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu og starfs­fólki vel­ferðar­sviðs á máli manns sem að lög­reglan sagði í dag­bók sinni í morgun í straffi frá gisti­að­stöðu sinni og hafi þess vegna þurft að gista úti í sjö stiga frosti.

„Sam­kvæmt þeim upp­lýsingum sem ég hef þurfti hann ekki að gista úti. Það var tekin á­kvörðun um að hleypa á­kveðnum ein­stak­lingi ekki inn, en sú á­kvörðun var tekin í fullu sam­ráði við lög­regluna og í þeirri full­vissu að hann þyrfti ekki að sofa úti. Það er mjög sjald­gæft að þetta gerist í Gisti­skýlinu að ein­hverjum sé vísað frá og þá er það að undan­gengnum al­var­legum á­rásum. Við auð­vitað berum á­byrgð á öllum okkar gestum en það kemur fyrir að við þurfum að beita svona úr­ræðum,“ segir Regína.

En er þá ekki skrítið að lög­reglan hafi birt þessa færslu í morgun?

„Jú, ég tel það mjög undar­legt að þessi færsla sé birt með þessum hætti og hef þegar haft sam­band við lög­reglu­stjórann á höfuð­borgar­svæðinu,“ segir Regína og að hún hafi óskað eftir út­skýringu frá lög­reglunni á þessari færslu og að málið sé til rann­sóknar hjá bæði lög­reglunni og vel­ferðar­sviði Reykja­víkur­borgar.

Hún segir að hún geti ekki farið dýpra í mál þessa ein­stak­lings en í­trekar að slíkar á­kvarðanir, að meina fólki að­gang, séu ekki létt­vægar og ekki teknar nema að mjög vand­lega at­huguðu máli.

„Það er mjög sjald­gæft og reynt að leita allra leiða, en þó með þeim for­merkjum að við verðum að geta tryggt öryggi þeirra gesta sem eru í húsi,“ segir Regína og að þau séu mjög með­vituð um þann kulda sem er úti og al­mennt um veður­að­stæður.

Alls eru 60 pláss í boði hjá Gisti­skýlinu að sögn Regínu.

„Það er allt gert til að reyna að koma í veg fyrir að ein­hver þurfi að sofa úti.“

Hér að neðan er frétt þar sem farið er yfir dagbók lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt en færslan var svona:

02:08 Óskað eftir aðstoð lögreglu að hóteli í hverfi 101 þar sem starfsfólk var í vandræðum með ofurölvi mann. Maðurinn gistir venjulega í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar en hefur verið í straffi þar síðustu daga og gistir núna á götunni í -7 gráðu frosti. Maðurinn fékk gistingu í fangageymslu lögreglu.