For­menn þing­flokka hittust á ó­form­legum fundi í morgun þar sem ýmis mál voru tekin fyrir. Birgir Ár­manns­son, for­maður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokksins, stað­festir í sam­tali við Frétta­blaðið að staðan í um­hverfis- og sam­göngu­nefnd hafi verið rædd. 

Tölu­vert upp­nám skapaðist á fundi nefndarinnar á þriðju­dag þegar Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokksins, mætti og stýrði fundinum. Berg­þór er for­maður nefndarinnar en hafði, þar til fyrir viku, verið í tveggja mánaða leyfi vegna Klausturs­málsins. 

Birgir vildi að öðru leyti ekki tjá sig um efni fundarins eða stöðuna í um­hverfis- og sam­göngu­nefnd. Sama gildir um þær Odd­nýju G. Harðar­dóttur, Sam­fylkingunni, og Þór­hildi Sunnu Ævars­dóttur, Pírötum, sem báðar vísuðu á Birgi, en hann boðaði upp­runa­lega til fundarins. 

Til­lögu um að skoða mögu­leikann á því að kjósa nýja for­ystu í um­hverfis- og sam­göngu­nefnd var vísað frá af meiri­hluta nefndarinnar. Þeir sem kusu með því að vísa til­lögunni frá sögðu í yfir­lýsingu að þau hafi kosið með frá­vísuninni á þeim for­sendum að enginn arf­taki Berg­þórs hafi legið fyrir og ó­víst hvort farið væri eftir þing­sköpum með því að setja hann af.