Nicola Stur­geon, fyrsti ráð­herra Skot­lands, á­varpaði lands­fund Vinstri hreyfingarinnar græns fram­boðs í dag. Hún sagði að hún hefði verið svo heppin að fá að heim­sækja Ís­lands tvisvar síðustu fimm árin í gegnum Arctic Circ­le auk þess sem hún tók á móti Katrínu í Skot­landi árið 2019.

Stur­geon sagði að þær hafi, að sjálf­sögðu rætt stjórn­málin, en þær hafi einnig fundið tíma til að ræða sam­eigin­lega ást þeirra á skoskum og ís­lenskum saka­mála­sögum.

„Alltaf merki um góðan leið­toga að mínu mati,“ sagði Stur­geon.

Hún sagði að mynd­bandið hefði verið tekið upp fyrir ein­hverju síðan í miðri kosninga­bar­áttu en kosningarnar fóru fram í gær. Hún segir að nái hún endur­kjöri ætli hún að gæta þess að sam­bandið á milli landanna og flokkanna verði enn sterkt.

„Þið eruð ekki að­eins einn okkar næsti ná­granni heldur líka einn af okkar elstu vinum og það er sam­band sem að ég veit að báðar þjóðir kunna að meta,“ sagði Stur­geon.

Hún fór yfir á­hrif CO­VID-19 og hvaða á­hrif það hefur haft á sam­fé­lagið og það sem fólk vill frá stjórn­mála­mönnum. Húns sagði að í upp­byggingu eftir heims­far­aldurinn verði að horfast í augu við ó­jafn­rétti þegar kemur að heilsu, efna­hags­að­stæðum og kyni sem að CO­VID-19 hefur varpað ljósi á.

Hún sagði að við ættum að nýta tæki­færið til að laga vanda­málin sem að far­aldurinn hefur varpað ljósi á, eins og heilsu fólks, sér­stak­lega and­lega heilsu, og fá­tækt barna. Það þurfi einnig að skoða hvernig við lifum og gæta þess að leiðin út úr heims­far­aldrinum sé sjálf­bær.

Þá sagði hún að í nóvember fari fram við­ræður um lofts­lags­vandann í Glas­gow í nóvember og undir­strikaði mikil­vægi þess að þær skili árangri.

Hægt er að horfa á á­varp Stur­geon í heild sinni hér að neðan, textað.