Þing­fundi lauk rétt eftir klukkan þrjú í nótt og þá tekið hlé á um­ræðu þing­manna um fjár­lög næsta árs. Það voru ekki margir þing­mennirnir sem stóðu svo lengi í sal og ræddu fjár­lögin en mest töluðu þeir Björn Leví Gunnars­son, Jóhann Páll Jóhanns­son og Stefán Vagn Stefáns­son, Haraldur Bene­dikts­son og Andrés Ingi Jóns­son.

Líneik Anna Sæ­vars­dóttir sem sinnti störfum for­seta þingsins í fjar­veru Birgis Ár­manns­sonar sleit svo fundi og tók málið af dag­skrá klukkan 03:14.

Þing­fundur hefst svo á ný klukkan tíu í dag og þá eru fjár­lög þriðja mál á dag­skrá. Það má búast við því að um­ræður muni standa eitt­hvað fram eftir því nú þegar eru þrettán á mælenda­skrá.

Með­limir stjórnar­and­stöðunnar lögðu fram sam­einaða breytingar­til­lögu í gær og standa sam­einuð í um­ræðunni. Þing­maður Við­reisnar sagði í sam­tali við Frétta­blaðið að það væri með­vitað og að þannig vonuðust þau til að ná sínu í gegn.