Við­kvæm um­fjöllunar­efni voru til um­ræðu á fundi Brynjars Níels­sonar, að­stoðar­manns dóms­mála­ráð­herra, við sendi­nefnd frá Namibíu í júní síðast­liðnum. Þetta kemur fram í svari dóms­mála­ráðu­neytisins við fyrir­spurn Frétta­blaðsins um efni fundarins.

Brynjar fundaði með Net­umbo Nandi-Ndaitwah, að­stoðar­for­sætis­ráð­herra Namibíu, Mörthu Imalwa ríkis­sak­sóknara og Ernu Van der Merwe, að­stoðar­fram­kvæmda­stjóra namibísku spillingar­nefndarinnar. Hann fundaði fyrir hönd dóms­mála­ráð­herra en hefur síðar vísað til þess að fundurinn hafi verið í einka­erindum og því undan­þeginn gildis­sviði upp­lýsinga­laga. Sam­kvæmt svari dóms­mála­ráðu­neytisins er þetta rangt.

„Dóms­mála­ráðu­neytinu barst ósk í gegnum for­sætis­ráðu­neytið með litlum fyrir­vara, frá em­bættis­mönnum frá Namibíu, um að hitta dóms­mála­ráð­herra vegna rann­sóknar á Sam­herja­málinu í Namibíu. Fundurinn var ekki einka­fundur.“

Í svari dóms­mála­ráðu­neytisins kemur fram að auk Brynjars hafi tveir skrif­stofu­stjórar og einn stað­gengill skrif­stofu­stjóra sótt fundinn, þær Ragna Bjarna­dóttir, Bryn­dís Helga­dóttir og Hin­rika Sandra Ingi­mundar­dóttir.

Ráðu­neytið synjaði beiðni Frétta­blaðsins um upp­lýsingar um inni­hald fundarins á grund­velli 10. greinar laga um upp­lýsinga­mál.

„Af á­kvæðinu leiðir að heimilt er að tak­marka upp­lýsinga­rétt al­mennings þegar mikil­vægir al­manna­hags­munir krefjast, enda hafi gögn að geyma upp­lýsingar um sam­skipti við önnur ríki eða fjöl­þjóða­stofnanir,“ segir í svarinu. „Gögnin sem um ræðir í þessu máli varða sam­skipti stjórn­valda við er­lent ríki og um­fjöllunar­efnið er í eðli sínu við­kvæmt. Geti er­lendir sendi­menn ekki treyst því að trúnaður um sam­skiptin sé undan­tekningar­laust virtur, stefnir það nauð­syn­legu trúnaðar­trausti í hættu. Þar með gætu stjórn­völd ekki átt í árangurs­ríkum sam­skiptum við er­lend ríki til að sinna lög­mæltum hlut­verkum sínum í þágu í ís­lenska ríkisins með þeim af­leiðingum að brýnir al­manna­hags­munir yrðu fyrir borð bornir.“