Mikilvægt er að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislögum að mati dómsmálaráðuneytisins.

Í bréfi sem ráðuneytið sendi Félagi atvinnurekenda, FA, segir að á síðustu árum hafi komið upp ýmis álitaefni, endurskoðun laganna sé þörf til að endurspegla breytta þróun á sviði verslunar og framleiðslu, til dæmis aukna grósku í innlendri framleiðslu.

FA óskaði eftir svörum um hvort sala áfengis á netinu í gegnum erlend fyrirtæki væri lögleg. Ráðuneytið segir skýrt í lögum að smásala áfengis sé aðeins heimil í gegnum ÁTVR.

Stofnunin hefur stefnt aðilum sem selja áfengi á netinu fyrir héraðsdóm.