Fjár­mál­a- og efn­a­hags­ráð­u­neyt­ið seg­ir að þau séu upp­lýst um að það hafi „orð­ið hnökr­ar í fram­kvæmd­inn­i“ á úr­ræð­i sem stóð fólk­i til boða í heims­far­aldr­i Co­vid um að taka sér­eign sína út án nokk­urr­a skerð­ing­a, en leiddi þó til þess hjá fjölmörgum öryrkjum.

Ráð­u­neyt­ið hef­ur kall­að eft­ir upp­lýs­ing­um og skýr­ing­um um fram­kvæmd úr­ræð­is­ins frá bæði Skatt­in­um og Trygg­ing­a­stofn­un. Það kem­ur fram í svar­i ráð­u­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Frétt­a­blaðs­ins.

Fjall­að hef­ur ver­ið um mál­ið í Frétt­a­blað­in­u en nýlega stigu þrír líf­eyr­is­þeg­ar fram og lýst­u því hvern­ig þau búa enn í dag, tveim­ur árum eft­ir út­tekt, við skuld og skerð­ing­ar vegn­a þess að út­tekt þeirr­a var rang­leg­a skráð. Þá sagð­i fram­kvæmd­a­stjór­i Ís­lensk­a líf­eyr­is­sjóðs­ins, Ólaf­ur Páll Gunn­ars­son, að mis­tök hafi ver­ið gerð við út­færsl­u lag­ann­a og kall­að­i eft­ir við­brögð­um stjórn­vald­a við þeim. Hann sagð­i einn­ig í við­tal­in­u að hans mati uppfylli lög­in sjálf ekki, að hans mati, lág­marks­kröf­ur um skýr­leik­a, jafn­ræð­i og rétt­læt­i.

Flest úrræðin í eðli sínu frávik

„Ráð­u­neyt­ið get­ur þó ekki tek­ið und­ir sjón­ar­mið um að lög­in um úr­ræð­ið upp­fyll­i ekki kröf­ur um skýr­leik­a, jafn­ræð­i og rétt­læt­i. Flest úr­ræð­in sem grip­ið var til í til­efn­i af far­aldr­in­um eru í eðli sínu frá­vik frá meg­in­regl­um sem al­mennt gild­a enda er úr­ræð­un­um ætl­að að að­stoð­a fólk og fyr­ir­tæk­i í erf­ið­um að­stæð­um,“ seg­ir ráð­u­neyt­ið í svar­i sínu og að öll úr­ræð­in hafi ver­ið kynnt ræk­i­leg­a op­in­ber­leg­a og vísa á þá að­il­a sem sinnt­u fram­kvæmd­inn­i í hverj­u til­vik­i, sem eru þá vörsluaðilar séreignarsparnaðarins, bankar og lífeyrissjóðir.

„Hafi mis­tök orð­ið í skrán­ing­u við nýt­ing­u á úr­ræð­in­u um út­tekt sér­eign­ar­sparn­að­ar er enn hægt að leið­rétt­a á­kvörð­un bóta,“ seg­ir í svar­i ráð­u­neyt­is­ins og að sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem ráð­u­neyt­ið hef­ur feng­ið frá bæði Skatt­in­um og Trygg­ing­a­stofn­un hafi tals­vert ver­ið um það að leið­rétt­ing­ar hafi ver­ið gerð­ar vegn­a þess­a að beiðn­i ein­stak­ling­a.

1.672 mál stofnuð hjá Skattinum

Á fimmt­u­dag í síð­ust­u viku, þann 19. maí, fékk ráð­u­neyt­ið þær upp­lýs­ing­ar frá Skatt­in­um að 1.672 mál hefð­u ver­ið stofn­uð hjá stofn­un­inn­i í tengsl­um við færsl­u á tekj­um úr reit 140 í reit 143 á skatt­fram­tal­i en það eru reit­irn­ir á skatt­fram­tal­i sem segj­a til um hvort að út­tekt­in sé vegn­a Co­vid-úr­ræð­is­ins eða hvort að út­tekt­in sé hefð­bund­in út­tekt líf­eyr­is­þeg­a. Al­mennt mega öryrkjar taka hann séreignarsparnaðinn út eins og þau sem eru orðin 60 ára. Mun­ur­inn á að taka út sam­kvæmt Co­vid-úr­ræð­i eða ekki er að Co­vid-úr­ræð­in­u fylgj­a eng­ar skerð­ing­ar en almenna úttektin er tekjuskattskyld og hefur áhrif á ýmsar bætur.

„Upp­lýs­ing­ar um nýt­ing­u hvers og eins ein­stak­lings hafa ver­ið for­skráð­ar á skatt­fram­töl ein­stak­ling­a und­an­far­in ár og bygg­ist for­skrán­ing­in á upp­lýs­ing­um frá líf­eyr­is­sjóð­um og öðr­um vörsl­u­að­il­um sér­eign­ar­sparn­að­ar sem þeir af­hend­a Skatt­in­um eft­ir þeim leið­um sem hann býð­ur uppá. Svo virð­ist sem fram­kvæmd­in á þess­u hafi ver­ið mis­mun­and­i hjá líf­eyr­is­sjóð­um og vörsl­u­að­il­um. Vegn­a þess að þett­a eru for­skráð­ar upp­lýs­ing­ar á fram­töl­in er lík­legt að ein­staklingar hafi í ein­hverj­um til­vik­um ekki átt­að sig á því að út­tekt sem þeir litu á sem nýt­ing­u á Co­vid úr­ræð­i var af líf­eyr­is­sjóð­i eða vörsl­u­að­il­a flokk­uð sem al­menn heim­ild í for­skrán­ing­u á fram­tal­i. Þeg­ar TR sæk­ir svo upp­lýs­ing­ar í á­lagn­ing­u op­in­berr­a gjald­a get­ur þett­a haft á­hrif á á­kvörð­un bóta, eins og fram hef­ur kom­ið, og hef­ur þeg­ar ver­ið leið­rétt í fjöld­a til­vik­a,“ seg­ir í svar­i ráð­u­neyt­is­ins þar sem er einn­ig far­ið ít­ar­leg­a yfir þá mög­u­leik­a sem eru til stað­ar á út­tekt.

Svipað úrræði eftir hrun

Í svar­i ráð­u­neyt­is­ins kem­ur einn­ig fram að alls hafi 1.627 beiðn­ir þeg­ar ver­ið sam­þykkt­ar og að meir­i­hlut­i mál­ann­a sé vegn­a leið­réttr­a gagn­a­skil­a frá líf­eyr­is­sjóð­um eða vörsl­u­að­il­um.

„Jafn­framt hef­ur Skatt­ur­inn mælst til þess við nokkr­a líf­eyr­is­sjóð­i að þeir end­ur­skoð­i sín gagn­a­skil vegn­a út­tekt­a á sér­eign­ar­sparn­að­i á ár­in­u 2020. Ráð­u­neyt­ið mun á­fram fylgj­ast með fram­kvæmd­inn­i á leið­rétt­ing­um á þess­u.“

Bent er á það í svar­i ráð­u­neyt­is­ins að fram­kvæmd­in á úr­ræð­in­u sé þekkt­ar­i en mörg önn­ur úr­ræð­i sem voru í boði í co­vid heims­far­aldr­i því að eft­ir fjár­mál­a­hrun­ið hafi ver­ið grip­ið til sam­bær­i­legs úr­ræð­is.