Willum Þór Þórs­son heil­brigðis­ráð­herra segir engin tölu­leg gögn til eins og stendur um það hver ná­kvæm­lega þörfin er hvað varðar fjölda starfandi lækna hér á landi nú, á næstu árum og ára­tugum.

Í svari við fyrir­spurn frá Þor­björgu Sig­ríði Gunn­laugs­dóttur þing­konu Við­reisnar segir hann að nú sé unnið að því ráðu­neyti hans sé unnið að því að gera um­fangs­mikla mönnunar­greiningu þvert á heil­brigðis­kerfið sem mun hjálpa okkur við að kort­leggja mönnunina í dag og þörfina til fram­tíðar.

„Mönnunar­þörf lækna þarf að greina út frá fjöl­mörgum breytum. Taka þarf meðal annars til­lit til breyttrar aldurs­sam­setningar sam­fé­lagsins, mann­fjölda­þróunar, fjölda ferða­manna, fjár­magns, verk­efna hverrar stofnunar og skipu­lags vinnunnar,“ segir í svari ráð­herra.

Spurður hvort að ráð­herra ætli sér að fara í mark­vissar að­gerðir til að vinna að því að hér verði starfandi fjöldi lækna í sam­ræmi við þörf og hverjar þær að­gerðir séu segir Willum að unnið sé að því að styrkja sér­námið, að fjölga lækna­nemum og að liðka eins og unnt er fyrir starfs­leyfis­veitingum lækna með er­lenda menntun og/eða sér­fræði­menntun.

„Síðan er við­varandi verk­efni að stuðla að bættu starfs­um­hverfi lækna og heil­brigðis­starfs­fólks. Við viljum að þeir læknar sem halda utan til grunn­náms eða sér­náms komi aftur til Ís­lands og að læknar sjái al­mennt hag í því að starfa á Ís­landi,“ segir Willum í svari sínu.

Þorbjörg spyr margra spurninga sem tengjast mönnunarþörf og læknaskorti á Íslandi í fyrirspurn sinni.

60 nemendur árlega - vinna að því að fjölga læknanemum

Þar er enn fremur vísað til minnis­blaðs sem ráðu­neyti hans vann í septem­ber með há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráðu­neytinu með til­lögum sem meðal annars snúa að því að braut­skrá fleiri úr á­kveðnum heil­brigðis­greinum við HÍ en nú er gert, þar með talið læknis­fræði og að beiðni heil­brigðis­ráðu­neytisins um að fjölga lækna­nemum hafi verið komið á fram­færi við Há­skóla Ís­lands á­samt rök­stuðningi og vinnan innan há­skólans er hafin í sam­ráði við Land­spítala.

Þá er ítar­lega fjallað um upp­byggingu innan læknis­fræðinnar hér á landi síðustu ár og hvað sé hægt að læra á hversu löngum tíma.

Spurður hvort að hann telji á­stæðu til að fjölga nem­endum í lækna­deild Há­skóla Ís­lands og hvort það liggi fyrir mat um hverju marga þarf að út­skrifa til að upp­fylla þörf segir Willum að ár­legur nem­enda­fjöldi sé 60 og að ný­liðun verði að aukast í sam­ræmi við mann­fjölda­spá.

„Fjöldi nema er í læknis­fræði er­lendis og með eflingu sér­náms hér á landi aukast líkur á því að þeir nemar skili sér inn í ís­lenskt heil­brigðis­kerfi til starfa,“ segir Willum og vísar svo í þá vinnu sem er innan ráðu­neytanna til að fjölga nem­endum.

Vilja efla færni- og hermisetur

Þá er hann einnig spurður að því hver hans skoðun sé á því hvernig megi gera Land­spítalanum kleift að taka á móti fleiri lækna­nemum í klínískan hluta lækna­námsins segir Willum að upp­bygging öflugra færni- og hermi­setra sé ein þeirra leiða sem mikil­væg er í verk­legri þjálfun lækna og annarra heil­brigðis­starfs­manna til þess að létta á starfs­námi innan heil­brigðis­stofnana og gera það mark­vissara. Hann segir upp­byggingu þeirra til skoðunar.

„Auk Land­spítalans gegna aðrar stofnanir og einingar mikil­vægu hlut­verki í þjálfun nema, bæði í læknis­fræði og í öðrum greinum. Mikil­vægt er að nýta alla kennslu­mögu­leika sem hægt er, hvort sem það er á höfuð­borgar­svæðinu, á sjúkra­húsi eða á heilsu­gæslu eða annarri heil­brigðis­stofnun eða starfs­stöð sem hefur burði til kennslu,“ segir Willum og að mið­læg fjár­mögnun muni að­stoða við það.

Svar ráð­herra er hægt að kynna sér betur hér.