At­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytið vill á­rétta að þær breytingar sem gerðar hafa verið á reglum um sæ­bjúgna­veiðar hafi verið gerðar á grund­velli vísinda­legrar ráð­gjafar Haf­rann­sóknar­stofnunar. Stofnunin hafi metið það þannig að veiðar á síðasta ári hafi verið langt um­fram það sem stofninn þoli og að við því hafi þurft að bregðast.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá ráðu­neytinu en hún er send í kjöl­far yfir­lýsingar Hafnar­ness VER í Þor­láks­höfn, sem sagði tuttugu manns upp störfum í morgun.

Yfir­lýsinguna sendi Ólafur Hannes­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðarinnar, sem sagði á­stæðu upp­sagnanna vera breytingar á reglu­gerð um veiði á sæ­bjúgum. Reglu­gerðin hafi verið sett á í kjöl­far „vafa­samrar og ó­vísinda­legrar ráð­gjafar Haf­rann­sóknar­stofnunar“.

Ráðu­neytið tekur fram í til­kynningu sinni að ráð­gjöfin hafi verið vísinda­leg og að veiga­mesta breytingin í nýrri reglu­gerð sé að í stað þriggja skil­greindra veiði­svæða komi sjö veiði­svæði sem séu mun stærri hvert um sig en þau sem áður voru í gildi.

„Nýju veiði­svæðin eru á­kveðin sam­kvæmt ráð­gjöf Haf­rann­sókna­stofnunar í sam­vinnu við ráðu­neytið. Að auki má nefna að fyrir­tæki geta óskað eftir til­rauna­leyfi vilji þau reyna fyrir sér utan hinna skil­greindu veiði­svæða,“ segir í til­kynningunni.

„Til­efni framan­greindra breytinga er meðal annars þróun á veiðum úr stofninum á síðast­liðnum árum. Þannig er það mat Haf­rann­sóknar­stofnunar að veiðar á síðasta ári hafi varið langt um­fram það sem stofninn þolir. Við þeirri al­var­legu stöðu þurfti að bregðast.“