Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins mun for­sætis­ráðu­neytið vera á­fram í höndum Vinstri grænna og er því afar lík­legt að Katrín Jakobs­dóttir verður á­fram for­sætis­ráð­herra.

Fé­lags­mála­ráðu­neytið verður einnig í höndum VG og þá mun flokkurinn stýra land­búnaðar- og sjávar­út­vegs­ráðu­neytinu.

Flokksráð Vinstri grænna fundar enn stíft á Grand hótel þegar þetta er skrifað en fundurinn hófst klukkan 14.

Frétta­blaðið greindi frá því fyrr í dag að Sjálf­stæðis­flokkurinn mun fá um­hverfis­ráðu­neytið og sjá um orku- og loft­lags­mál. Flokkurinn mun halda fjár­mála­ráðu­neytinu og þá kemur for­seti Al­þingis einnig úr röðum Sjálf­stæðis­flokksins.