Guð­veig Lind Ey­gló­ar­dótt­ir, full­trú­i Fram­sókn­ar í sveit­ar­stjórn Borg­ar­byggð­ar, hef­ur sent sveit­ar­stjórn­ar­ráð­u­neyt­in­u er­ind­i þar sem hún kveðst gera „al­var­leg­ar at­hug­a­semd­ir“ við ýmis at­rið­i í stjórn­sýsl­u sveit­ar­fé­lags­ins.

Guð­veig seg­ir kostn­að við nýja 30 barn­a leik­skól­a­lóð að Klepp­járns­reykj­um vera kom­inn í 79 millj­ón­ir krón­a sem sé um 49 millj­ón­ir um­fram sam­þykkt­ar fjár­heim­ild­ir. „Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem lagð­ar voru fram á byggð­ar­ráðs­fund­i í nóv­emb­er 2020 er 60 prós­ent af verk­á­ætl­un lok­ið. Engir við­auk­ar hafa ver­ið lagð­ir fram og fram­kvæmd­ir stand­a enn yfir,“ seg­ir í er­ind­i henn­ar til sveit­ar­stjórn­ar­ráð­u­neyt­is­ins.

„At­hug­a­semd­ir eru gerð­ar við það að hönn­un á lóð við Grunn­skól­ann í Borg­ar­nes­i var ekki boð­in út. Eig­in­kon­a sviðs­stjór­a var feng­in til verks­ins í gegn­um hönn­un­ar­stof­u sem hún starfar hjá,“ seg­ir Guð­veig í öðru lagi. Í þriðj­a lagi kveðst hún gera at­hug­a­semd­ir við að hönn­un við leik­skól­ann að Klepp­járns­reykj­um hafi ekki ver­ið boð­in út.

Sveit­ar­stjórn­ar­ráð­u­neyt­ið hef­ur ósk­að skýr­ing­a vegn­a „meintr­ar ó­lög­mætr­ar stjórn­sýsl­u“ frá Borg­ar­byggð. „Er hér með ósk­að eft­ir upp­lýs­ing­um um að­drag­and­a og fram­kvæmd þeirr­a mála sem um ræð­ir, á­samt nauð­syn­leg­um gögn­um sem liggj­a fyr­ir hjá sveit­ar­fé­lag­in­u vegn­a um­ræddr­a mála,“ seg­ir í bréf­i ráð­u­neyt­is­ins sem gef­ur sveit­ar­fé­lag­in­u frest til að koma með svör til 1. apr­íl. „Að þeim fengn­um mun ráð­u­neyt­ið taka af­stöð­u til þess hvort mál­ið gefi til­efn­i til frek­ar­i skoð­un­ar af hálf­u þess.“

Byggð­ar­ráð Borg­ar­byggð­ar sem tók mál­ið fyr­ir í gær fól sveit­ar­stjór­an­um að svar­a er­ind­i ráð­u­neyt­is­ins.