For­sætis­ráðu­neytið tví­taldi fjölda flótta­manna á leið frá Afgan­istan í minnis­blaði sem lagt var fram á fundi ríkis­stjórnarinnar þann 19. októ­ber.

Á fundinum lagði for­sætis­ráð­herra fram minnis­blað um að­gerða­hóp vegna komu flótta­manna frá Afgan­istan. Frétta­blaðið sendi eftir fundinn fyrir­spurn og bað um upp­lýsingar um efni minnis­blaðsins eða það sem rætt var á fundinum. Í dagbók ríkisstjórnarinnar er málið á borði fjögurra ráðuneyta en forsætisráðuneytið svaraði fyrir það.

Í svari for­sætis­ráðu­neytisins var greint frá því að von væri á 30 Af­gönum til landsins á næstu vikum en að þeir féllu undir þá hópa sem ís­lensk stjórn­völd á­kváðu að að­stoða sér­stak­lega. Auk þess var svo greint frá því að borgara­þjónusta utan­ríkis­ráðu­neytisins hefði verið í sam­bandi við 60 manns til við­bótar en að ó­víst væri hve­nær hópurinn kæmi til landsins. Sam­tals 90 ein­staklingar.

Frétta­blaðið óskaði í kjöl­farið upp­lýsinga frá for­sætis­ráðu­neytinu, fé­lags­mála­ráðu­neytinu og borgara­þjónustu utan­ríkis­ráðu­neytisins um þessa ein­stak­linga, hvar þau væru stödd og hve­nær væri von á þeim en fékk ólík svör frá öllum þremur ráðu­neytum.

60 en ekki 90

Í svari fé­lags­mála­ráðu­neytisins, í dag, kemur fram að fjöldinn sem kom fram í minnis­blaði for­sætis­ráðu­neytisins í síðustu viku hafi verið rangur. Í raun hafa ís­lensk stjórn­völd verið í sam­bandi við 25 til 30 ein­stak­linga sem eru staddir í Afgan­istan og svo er á næstunni von á um 30 Af­gönum sem falla undir þá hópa sem ís­lensk stjórn­völd á­kváðu að að­stoða sér­stak­lega. Heildar­fjöldinn er því um 60 en ekki 90.

„Í svari for­sætis­ráðu­neytisins var 30 manna hópurinn talinn tvisvar fyrir mis­tök,“ segir í til­kynningu frá ráðu­neytinu sem send var út í dag.

Þá kemur fram að endan­legur fjöldi þeirra ein­stak­linga sem munu koma hingað til lands á grund­velli til­lagna flótta­manna­nefndar liggur ekki fyrir enda snýr hluti af þeim til­lögum að fjöl­skyldu­sam­einingum og er Út­lendinga­stofnun að af­greiða þær um­sóknir sem hafa borist.

Svar forsætisráðuneytisins 22. október 2021

Í minnisblaðinu kemur fram að von sé á um 30 Afgönum til Íslands á næstu vikum en um er að ræða einstaklinga sem falla undir þá hópa sem íslensk stjórnvöld ákváðu að aðstoða sérstaklega. Þá hefur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins verið í samskiptum við um 60 manns til viðbótar en óvíst er hvenær sá hópur kemst til landsins.

Staðan í Afganistan er mjög flókin. Hefðbundnar flugsamgöngur liggja niðri og er því erfitt að flytja fólk úr landi. Íslensk stjórnvöld þurfa því að reiða sig á samstarf við aðra um að koma fólki frá Afganistan.

Leiðrétting 28. október 2021

Á næstunni er von á um það bil 30 Afgönum til landsins sem falla undir þá hópa sem íslensk stjórnvöld ákváðu að aðstoða sérstaklega. Auk þess hafa íslensk stjórnvöld haft samskipti við á bilinu 25-30 einstaklinga sem staddir eru í Afganistan. Heildartala þeirra einstaklinga sem íslensk stjórnvöld eru eða hafa verið í samskiptum við, og eru ekki komnir til landsins, er því um 60 en ekki 90 eins og skilja mátti af svörum forsætisráðuneytisins í síðustu viku. Í svari forsætisráðuneytins var 30 manna hópurinn talinn tvisvar fyrir mistök.

Endanlegur fjöldi þeirra einstaklinga sem munu koma hingað til lands á grundvelli tillagna flóttamannanefndar liggur ekki fyrir enda snýr hluti af þeim tillögum að fjölskyldusameiningum og er Útlendingastofnun að afgreiða þær umsóknir sem hafa borist.