„Þessar upp­lýsingar voru aldrei nýttar, gögnunum var eytt og það liggur fyrir að enginn hafi orðið fyrir tjóni vegna þessa,“ segir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, ferða­mála- og ný­sköpunar­ráð­herra, að­spurð hvort ekki sé al­var­legt mál að við­kvæmar upp­lýsingar þúsunda not­enda ferða­gjafa­ppsins hafi verið ber­skjaldaðar um tíma.

Persónuvernd hefur lagt 7,5 milljón króna stjórnvaldssekt á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið á­samt Yay ehf. fyrir brot gegn persónuverndarlögum. Í úrskurði Persónuverndar segir að ráðuneytið og fyrirtækið hafi brotið gegn fræðsluskyldu, gagnsæi og öryggi persónuupplýsinga með smáfor­ritinu sem fólk notaði til að nálgast Ferðagjöf stjórnvalda.

Ráð­herra ræddi málið á göngum Al­þingis í dag þar sem hún svaraði spurningum frétta­manns RÚV.

Við­kvæmar upp­lýsingar þúsunda not­enda Ferða­gjafarinnar voru ber­skjaldaðar um tíma. Þór­dís segir ráðu­neytið bera á­byrgð á því: „Þarna var óskað eftir upp­lýsingum annars vegar um aldur og hins vegar um kyn. […]En við berum á­byrgð á því, sem á­byrgðar­maður verk­efnisins og eins og ég segi, við höfum brugðist við því um leið og við sáum.“

Þór­dís segir ráðu­neytið ekki hafa gefið nein fyrir­mæli um að beðið yrði um upp­lýsingarnar: „Þetta voru mann­leg mis­tök, það stóð yfir í þrjá daga, það var síðan stöðvað, þeim gögnum eytt, þau gögn voru aldrei notuð og það liggur fyrir í úr­skurði per­sónu­verndar að enginn hafi orðið fyrir tjóni vegna þess,“ segir Þór­dís.