Frá því að fyrsta fé­lagið var skráð á markað hér á landi hafa að­eins tvær konur gengt stöðu for­stjóra. Það er 35 ára tíma­bil en engin kona hefur gengt stöðu for­stjóra í þessum fé­lögum á seinustu fimm árum. Á einka­markaði eru konur 22% fram­kvæmda­stjóra eða for­stjóra. Þetta kemur fram í nýrri fræði­grein úr Stjórn­mál og stjórn­sýsla þar sem tekin voru viðtöl við 22 konur í stjórnum þessara félaga.

Hlut­fall kvenna í stjórnum fé­laga með 50 eða fleiri starfs­menn er nú 46 prósent en efstu lög stjórnunar hafa ekki fylgt sömu þróun.

Vandinn ekki síður hjá ráðningarstofum

Í viðtölunum kemur fram að konur upplifa ráðningar til for­stjóra sem mjög lokað ferli þar sem mikið traust er lagt á tengsla­net og lista frá ráðningar­stofum. Slíkt ferli sé úti­lokandi fyrir konur, ó­form­legt og ó­gagn­sætt.

Karlar eru for­stjórar í öllum þeim fé­lögum sem skráð eru á Aðal­markað Kaup­hallar Ís­lands en þau eru ní­tján í heildina. Þetta eru þau fé­lög sem teljast vera þjóð­hags­lega mikil­væg. Þá gegna karlar sömu­leiðis stjórnar­for­mennsku í öllum fé­lögunum nema einu.

Konurnar gagn­rýndu nafna­listana sem notast er við frá ráðningar­stofum og stjórnar­með­limum fyrir hversu fáar konur voru að jafnaði nefndar. Þeim fannst stofurnar hafa ó­eðli­leg á­hrif á niður­stöður og sögðu erfitt að fá þær til að jafna kynja­hlut­föll í listunum sínum.

Í við­tölunum kemur fram að eitt af lykil­kröfunum sem sett er á for­stjóra­efni er að það hafi reynslu af for­stjóra­störfum. Sú krafa leiði oft til að nöfn kvenna séu slegin út af borðinu.

Rann­sóknin er unnin af Þóru H. Christian­sen aðjúnkt, Ástu Dís Óla­dóttur dósent, Erla S. Kristjáns­dóttur prófessor og Sig­rúnu Gunnars­dóttur prófessor. Hún ber heitið For­stjóra­ráðningar í þjóð­hags­lega mikil­vægum fyrir­tækjum: Kynja­halli, úti­lokun og ó­fag­leg ráðningar­ferli?