Em­bætti land­læknis varar við því að þeir sem ætli sér að leggja land undir fót í þeim Evrópu­löndum þar sem hita­bylgja gengur yfir hafi það hug­fast að drekka vel af vökva. Á heima­síðu em­bættisins segir að í miklum loft­hita aukist svita­myndum, vökva­tap verður mikið og því meiri hætta á of­þornun.

Þar segir að bæði aldraðir og ung börn séu í aukinni hættu. Bent er á að á­fengi og hiti séu slæm blanda. Alkó­hól sé þvag­myndandi og geti aukið enn á vökva­tap frá sól og hita.

Fólki í miklum hita er ráð­lagt að fara sér hægt, leita í skugga og halda sig innan­dyra þegar hita­stigið nær hæstu hæðum yfir daginn. Mikil­vægt er að muna eftir sólar­vörn og sól­hatti þegar sól er sterk.

Hita­bylgja gengur nú yfir megin­land Evrópu og má í bæði Frakk­landi og Þýska­landi búast við hátt í 35 gráðu hita í dag sem verður meiri seinna í vikunni og nær há­marki annað hvort á fimmtu­dag eða föstu­dag. Í Frakk­landi, Þýska­landi, Sviss og Belgíu gætu hita­met í júní verið slegin á næstu dögum.