Bráðadagdeild hefur verið sett upp á Landspítalnum í Fossvogi til að reyna leysa aðflæðisvanda bráðamóttökunnar og var deildin opnuð formlega í dag.

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítala, segir mikilvægi breytinganna óumdeilda. „Unnt verður að taka á móti fleiri sjúklingum að degi til til rannsókna og meðferðar án þess að til innlagnar þurfi að koma. Með góðu skipulagi verður unnt að veita sjúklingum góða þjónustu á einum stað.“

Að sögn Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans, er bráðadagdeildin byggð upp eftir fyrirmynd Covid-19 göngudeildarinnar sem opnuð var í snemma 2020 og reyndist vel í baráttunni við Covid-19.

Andri segir bráðadagdeildina eiga taka þunga af komum á bráðamóttöku sem hægt sé að þjónusta utan hennar.

Már yfirlæknir segir að með opnun deildarinnar verði hægt að taki á móti fleiri sjúklingum til rannsókna og meðferðar án innlagnar.
Már Kristjánsson

„Á bráðadagdeild er þjónusta við sjúklinga með aðkallandi lyflæknisfræðileg vandamál sem krefjast meiri rannsókna, sérfræðimats eða meðferðar en hægt er að veita með góðu móti utan Landspítala en eru þó ekki það bráð að þau þarfnist skjótrar úrlausnar á bráðamóttöku,“ segir í tilkynningu frá Landspítala.

Bráðadagdeildin er í Fossvogi og hefur fundarsal í skála á annarri hæð verið breytt í herbergi fyrir sjúklinga með sex meðferðarstólum. Þá verður jafnframt sérstakt herbergi þar sem hægt verður að skoða sjúklinga og fara yfir niðurstöður rannsókna.