Ráðist var á Arnold Schwarzenegger, fyrrum fylkisstjóra Californiu, á íþróttaviðburði á hans vegum í Suður-Afríku í dag. BBC greinir frá þessu.

Atvikið náðist á myndband en þar sést maðurinn hlaupa aftan að Schwarzenegger, stökkva upp og sparka í bakið á honum. Sparkið virðist ekki hafa haft mikil áhrif á fyrrum ráðherrann og kraftlyftingarmanninn sem hefur tilkynnt aðdáendum sínum að þeir þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af sér.

Á Twitter-reikningi sínum sagði Schwarzenegger: „Ég hélt að einhver úr mannþrönginni hefði bara ýtt við mér. Ég áttaði mig bara á því að ég hefði orðið fyrir sparki þegar ég sá myndbandið eins og þið.“

Í myndbandinu sést hvernig maðurinn er yfirbugaður en hann var síðan afhentur lögreglu. Færslur Schwarzeneggers af Twitter-reikningi hans má sjá hér að neðan en hann deildi einnig myndbandinu sem náðist af atvikinu.