Ráðist var á starfs­mann rakara­stofu á Lauga­veginum síð­degis í gær, gler­augun hans skemmd og bif­hjól hans. Þetta kemur fram í skeyti frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu.

Til­kynning um málið barst lög­reglu rétt fyrir klukkan 18 í gær og var maðurinn sagður í annar­legu á­standi. Honum hafði verið vísað út af rakara­stofunni vegna þess. Að sögn lög­reglu er málið í rann­sókn og koma frekari upp­lýsingar ekki fram í skeyti lög­reglu.

Lög­regla hand­tók mann í Skeifunni skömmu síðar, eða á sjöunda tímanum í gær­kvöldi, en hann var í mjög annar­legu á­standi. Hann var vistaður í fanga­geymslu sökum á­stands.

Þá hand­tók lög­regla ölvaðan mann á heimili í mið­borginni um mið­nætti, en hann er grunaður um líkams­á­rás og hótanir. Maðurinn var vistaður í fanga­geymslu lög­reglu vegna rann­sóknar málsins.

Einn öku­maður var tekinn úr um­ferð í nótt vegna gruns um akstur undir á­hrifum á­fengis og fíkni­efna og í­trekaðan akstur sviptur öku­réttindum. Einn öku­maður var svo stöðvaður í Kópa­vogi en sá er grunaður um að hafa notað far­síma undir stýri.