Sau­tján ára drengur var fluttur á bráða­deild Land­spítalans rétt eftir klukkan eitt í nótt eftir að ráðist var á hann við Norð­linga­skóla. Það kemur fram í dag­bók lög­reglunnar.

Þar segir að til­kynnt hafi verið um líkams­á­rás rétt eftir klukkan eitt og að drengurinn hafi verið með höfuð­á­verka. Móðir hans og barna­vernd var til­kynnt um á­rásina. Fram kemur í dag­bók lög­reglu að hópur ung­linga hafi verið á vett­vangi þegar lög­reglan kom en að á­rása­r­aðili hafi verið horfinn.

Í dag­bók lög­reglu kemur einnig fram að þó­nokkur fjöldi bif­reiða hafi verið stöðvaður vegna gruns um akstur öku­manna undir á­hrifum.

Þá var rétt fyrir klukkan 18 í gær til­kynnt um þjófnað úr geymslum í fjöl­býlis­húsi í hverfi 104. Þar var búið að brjóta upp hurðir og stela verð­mætum úr nokkrum geymslum.

Þá var klukkan 19:37 til­kynnt um slags­mál milli tveggja manna á gatna­mótum í hverfi 105. Sam­kvæmt dag­bók lög­reglunnar hittust þeir á gatna­mótum þegar annar þeirra gekk í veg fyrir bif­reið hins. Sá sem var í bílnum fór þá út til að ræða við hann og endaði það með slags­málum. Öku­maður fékk sár á and­lit og fór á bráða­deild. Báðir menn hafa gefið skýrslu.