Þrír voru hand­teknir í Reykja­vík á að­fara­nótt laugar­dags eftir al­var­lega líkams­á­rás. Á­rásar­mennirnir voru vopnaðir exi og kú­beini og var brota­þoli með á­verka eftir að hafa vera laminn í höfuðið. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Maðurinn sem var fyrir á­rásinni var fluttur á slysa­deild en hann er ekki talinn vera lífs­hættu­lega slasaður. Einn hinna hand­teknu hefur verið úr­skurðaður í gæslu­varð­hald til 2. nóvember.

Þóra Jónas­dóttir, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn, segir í sam­tali við RÚV að lög­reglan telur sig hafa réttu aðila í haldi eftir á­rásina en gat ekki gefið frekari upp­lýsingar að svo stöddu.